Einn af aðalinngöngum á Klambratún liggur frá rótum Bólstaðarhlíðar, yfir umferðargötu (Lönguhlíð). Sl 3 ár hafa nokkrir vegfarendur orðið fyrir bifreið á leið yfir Lönguhlíð, bæði börn á hjólum sem og gangandi. Einungis gæfu er að þakka að ekki hafa orðið alvarleg meiðsl á fólki. Mikil umferð gangandi vegfarenda (ma. frá 365miðlum, Ísaksskóla og Háteigsskóla) liggur niður Bólstaðarhlíðina og þar beint yfir Klambratún. Nauðsynlegt er að fá gangbrautarljós þarna yfir.
Ég er mikið sammála þeim rökum sem fram hafa komið hér að ofan. Þetta er öryggismál fyrir íbúa sem á að vera löngu búið að gera eitthvað í!
barnið mitt er að fara í ísaks skóla frá norðurmýrinni og ég krefst þess að hún sé örugg á leið í skóla..
Fyrir áhugasama þá er hér tillaga sama efnis frá árinu 2014: https://betri-hverfi-hlidar-2014.betrireykjavik.is/#!/post/2149
Sjá tillögu sama efnis frá 2015 og rök með henni: https://betri-hverfi-hlidar-2015.betrireykjavik.is/#!/post/2653
Bílaumferð er hröð og mikil og það eru margir sem leggja leið sína á Klambratún, sérstaklega börn. Þá eru afar margir sem hjóla í gegnum túnið og koma niður Bólstaðarhlíð og þurfa að fara þarna yfir götuna.
Stíginn, sem liggur meðfram Kjarvalsstöðum að Lönguhlíð á móts við Bólstaðarhlíð, mætti mjög gjarna malbika og gera fært af honum fyrir hjólreiðafólk yfir Lönguhlíð upp í Bólstaðarhlíð. Þarna eru kantar á gangstéttum og eins og ekki sé gert ráð fyrir að fólk haldi áfram upp Bólstaðarhlíðina nema taka krókinn niður á Miklubraut eða upp á Flókagötu. Þarna er bæði hættulegt og erfitt að komast yfir, jafnt fyrir gangandi vegfarendur, fólk með kerrur og vagna og svo hjólreiðamenn.
Hjartanlega sammála því sem hér kemur fram og lýsi undrun minni á því að ekki sé búið að koma svo auðveldri og einfaldri lausn sem þessari í framkvæmd fyrir löngu - íbúum hverfisins og öðrum til öryggis.
Þetta er hættulegur staður og nokkuð mikil umferð gangandi og hjólandi þarna. Háir kantar sem gera hjólafólki og fólki með barnavagna erfitt fyrir. Gangbraut er algert lágmark þarna yfir en gangbrautarljós væru betri.
Börnin í hverfinu sækja í Klambratúnið og þau eiga rétt á að hafa öruggt aðgengi þangað. Það er göngustígur inn í garðinn í beinu framhaldi af Bólstaðarhlíð en það gengur enginn yfir Lönguhlíðina þar nema leggja líf og limi í hættu. Aðrir valkostir fyrir börn og aðra gangandi vegfarendur úr hverfinu eru gönguljós við a) Miklubraut þar sem umferðin er þung og hættuleg og b) Flókagötu þar sem ekki er gangstígur inn í almenningsgarðinn nema gengið sé í gegnum bílastæði við vinnusvæði.
Nauðsynlegt að setja upp gögnuljós þarna þar sem akreinar eru 4 og hraðinn ALLTOF mikill.
Ég tek undir með Maríu Krisínu hérna fyrir neðan þar sem hún bendir á sambærilega hugmynd, en við fengum NEITUN um gangbraut þarna yfir þar sem gatan er talin of breið fyrir gangbraut. Það er alveg ótrúlegt hvað ökumenn taka lítið tillit til gangandi og hjólandi vegfarenda á þessum stað. Það mun ALLTAF verða gangandi umferð þarna yfir þannig að það er í hag allra að setja ljós þarna. Það verður að sporna við umferðarhraða á þessum part götunnar sem er vægast sagt svakalegur allt of oft.
Þarna hefur verið ekið á gangandi/hjólandi vegfarendur nokkrum sinnum sl ár. Stórhættulegt fyrir lítil börn sem eru á leið frá skólahverfum yfir Klambratúnið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation