Það er komin tími á að skóla- og leikskólalóð Ártúnsskóla verði teknar í gegn. Fækka grjóti sem að mínu mati á ekki heima á lóð fyrir 2-5 ára börn, ekki í svona miklum mæli og skipta út leiktækjum.
Lóðirnar orðnar mjög þreyttar og virkilega kominn tími á að gera fínt fyrir krakkana.
Það mætti líka hugað að því að á leiksvæðinu í kringum grunnskólann verður oft mikið svell á veturna.
Löngu kominn tími á úrbætur þar sem ekki allir spila fótbolta eða körfubolta í skólatíma. Fáum meira val fyrir börnin
Lítið verið gert á þessari lóð í mörg ár. Börnin hafa lítið annað frístundasvæði í hverfinu utan skólatíma.
Stór hættuleg lóðin fyrir utan leikskólann, sérstaklega bratta brekkan sem endar á stál girðingu (er stundum afgirt í mikilli hálku). Lóðin er full af grjótum og tími kominn á endurnýjun á leiktækjum. Grunnskóla lóðin ekkert skárri, vantar alveg leiktæki og þörf á meiri aðstöðu fyrir fótbolta iðkun, alltaf setið um vellina. Vantar líka skilti í götuna til að minna ökumenn á börnin ásamt gangbraut.
Löngu orðið tímabært að koma þessu í lag, lóð, uhverfi og aðstöðu fyrir yngri börnin.
Skólalóðin við Ártúnskóla þarfnast endurbóta hið fyrsta.
Löngu er orðið tímabært að gera viðeigandi breytingar á lóðunum við bæði, grunnskólann og leikskólann. Lóðirnar eru orðnar sjúskaðar, leiktækin við grunnskólann eru illa farin, óspennandi og hvetja ekki til hreyfingar í útiveru. Kominn er tími til að endurskipuleggja og endurnýja bæði leikskólalóðina og skólalóðina. Margar skólalóðir hafa verið teknar í gegn á liðnum árum með góðum árangri og nú er komið að Ártúnsskóla.
Skólalóðin við Ártúnsskóla er eiginlega alveg til skammar, það er nánast ekkert fyrir börnin nema sparkvöllur og plan. Þetta þarfnast endurbóta hið fyrsta.
svo sannarlega kominn tími á endurbætur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation