Endurbætur á skólalóð Selásskóla

Endurbætur á skólalóð Selásskóla

Skólalóðin við Selásskóla er orðin verulega þreytt og þarfnast upplyftingar. Leiktæki eru gömul, of fá og ekki nægilega fjölbreytt. Það væri t.d. sniðugt að setja upp hreystibraut og/eða skemmtilegri og litríkari leiktæki. Elstu bekkingar skólans unnu skýrslu um aðstöðuna á síðasta ári þar sem kom fram skýr þörf á úrbótum! Hlustum á börnin og bjóðum þeim uppá þroskandi umhverfi í leik og starfi :)

Points

Skólalóðin hefur mikla möguleika til þess að vera fjölbreytt og spennandi svæði, þó hún sé smá. Hún ber þess þó merki að það er langt síðan eitthvað var gert fyrir hana að ráði. Það er svo mikilvægt fyrir krakkana að hafa gott umhverfi því þau eyða svo miklum tíma í skólanum og kring um hann, og börnin í hverfinu sækja í svæðið utan skólatíma.

Skólalóðin við Selásskóla er orðin verulega þreytt og þarfnast upplyftingar. Leiktæki eru gömul og ekki nægilega fjölbreytt. Það væri t.d. sniðugt að setja upp hreystibraut og/eða skemmtilegri og litríkari leiktæki. Elstu bekkingar skólans unnu skýrslu um aðstöðuna á síðasta ári þar sem kom fram skýr þörf á úrbótum! Hlustum á börnin og bjóðum þeim uppá þroskandi umhverfi í leik og starfi :)

Afar döpur skólalóð með leiðinlegri möl og sjúskuðum leiktækjum.

skólalóðin þarf að vera öruggt svæði fyrir börnin í leik t.d. á hjólum, hlaupahjólum og línuskautum, hellurnar eru skemmdar og grjót og steinar út um alla lóð, grindverk og gróður orðið frekar sjúskað og ljótt :/

Leiktæki hafa verið fjarlægð án þess að nokkuð hafi komið í staðinn. Mjög dapurt ástand.

Veruleg þörf er á að bæta aðstöðu á skólalóð Selásskóla og sorglegt að horfa upp á að börn í Selásskóla njóti ekki svipaðrar aðstöðu og börn í öðrum skólum þar sem eru mun betri og fjölbreyttari leiktæki og önnur aðstaða. Þarna er verulegur munur á og orðið knýjandi að gera endurbætur, bæði hvað varðar leiktæki og annað eins og hellur, girðingar ofl.

Einnig finnst mér vanta reiðhjólastanda á skólalóðina fyrir reiðhjól barnanna.

Eitt af því sem mæti gera, er að taka þessa möl sem er út um allt á lóðinni í kringum leiktækin og setja þessar svörtu mjúku hellur í staðinn. Það skapast oft slysahætta þegar börn eru á hlaupum á skólalóðinni því steinarnir eru upp um allt á hellunum í kring um þessi leiktæki. Einnig finnst mér vanta reiðhjólastanda á skólalóðinni fyrir reiðhjól barnanna okkar.

Eitt af því sem mæti gera, er að taka þessa möl sem er út um allt á lóðinni í kringum leiktækin og setja þessar svörtu mjúku hellur í staðinn.

Maður verður bersýnlega vör við hversu fátækleg skólalóðin er hvað varðar leiktæki og heildaryfirbragð þegar maður sér aðrar skólalóðir í bænum.

Bætt lóð myndi létta líf bæði skólabarna og starfsmanna. Eina breytingin á lóðinni sem ég hef tekið eftir síðustu ár eru leiktækin sem hverfa, það væri skemmtilegra ef hægt væri frekar að skipta út. Setja upp eitthvað nýtt í staðinn.

Mjög úrelt skólalóð hjá annars mjög góðum skóla við viljum úrbætur

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/8974

Veruleg þörf á endurnýjun á skólalóðinni. Við hvetjum börnin til leikja og hollrar útiveru, það vantar leiktæki fyrir þau. Svo má líka taka til og bæta mold í trjábeðin, klippa trén og snyrta.

Virkilega þörf á breytingum þarna, þessi aðstaða fyrir börnin er eiginlega til hálfgerðar skammar, en vonandi að þarna verði breyting á :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information