Körfubolta- og skautavöllur í Bökkunum: endurnýjun

Körfubolta- og skautavöllur í Bökkunum: endurnýjun

Á svæðinu milli Blöndu- og Dvergabakkanna er afgirtur, malbikaður völlur sem mætti endurbæta og nýta betur en raunin er í dag. Skautasvell yfir köldustu mánuðina en körfuboltavöllur þess utan er hugmynd sem mætti skoða.

Points

Áður fyrr var útbúið skautasvell á þessum velli á veturna og þar kom fólk saman til að renna sér á skautum. Þetta setti skemmtilegan svip á hverfið og gæti verið gaman að endurvekja þá stemmingu sem fylgdi skautasvellinu. Það skiptir máli að gefa íbúum kost á fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum innan hverfis. Því væri tilvalið að endurbæta þá velli sem þegar eru til staðar og leggja áherslu á sérstöðu hvers og eins. Körfubolti og skautar gætu átt athvarf á þessum velli og annað sport á hinum.

Frábær hugmynd því þetta gefur börnum og öðrum kost á fjölbreyttari hreyfingu innan hverfis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information