Uppsetning á líkamsræktartækjum í Norðingaholti í svipuðum dúr og þekkist víða erlendis og hefur á undanförnum árum verið að ryðja sér til rúms á Íslandi, t.d. í Reykjanesbæ
Norðlingaholtið er frábærlega staðsett með tilliti til nálægðar við náttúruna og flestir íbúar hverfisins sækjast einmitt í þetta. Mikill fjöldi íbúa nýtir þessa nálægt við náttúruna til að stunda líkamsrækt af ýmsu tagi. Uppsetning á líkamsræktartækjum sem þessum væri frábær leið til að auka möguleika fólks á að stunda fjölbreyttari hreyfingu utandyra og líklega óþarft að telja upp kosti þess að fólk stundi reglulega hreyfingu. Tilvalið væri að staðsetja þetta við göngustíginn meðfram Bugðu.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/8964
Algjörlega sammála þessari hugmynd. Væri frábært að fá hellulagt plan með útivistarækjum, vatnsfonti og aðstöðu fyrir reiðhjólafólk. Einskonar áningarstöð fyrir hlaupara, hjólara, göngufólk og nemendur skólanna. Gæti verið við Bugðu og þar mætti einnig gera aðstöðu fyrir kajaka sem notaðir eru til að renna sér niður Bugðu. :-)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation