Girðing og lokað svæði þar sem hægt er að viðra hundana lausa - Tvöföldun fjölda bílastæða við laugina.
Gera hundaútivistarvöll við Vesturbæjarsundlaugina og bæta við bílastæðum í framhaldi af pylsuvagninum meðfram Hofsvallagötu. Það eru alltof fá bílastæði sérstaklega á góðviðrisdögum sem og aðra daga þar sem margir fara á KaffiVest eftir sund og teppa stæðin fyrir öðrum sundlaugargestum. Hundahald hefur aukist og leitt til aukinnar útvistar fjölskyldna og það vantar svæði þar sem fólk getur hist og viðrað hundana sína.
Algerlega sammála, stórt lítið notað tún sem auðvelt og ódýrt er að afmarka. Kemur einnig í vegfyrir árekstra við þá sem nota sleða og leiktæki og allir verða ánægðir. Auk þess eig hundaeigendur rétt á að gert sé eitthvað fyrir þá fyri öll þau leyfisgjöld sem að þeir skila til borgarinnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation