Knattspyrnuvöllur með gervigrasi við Vesturbæjarskóla.
Enginn knattspyrnuvöllur með gervigrasi er við Vesturbæjarskóla og enginn slíkur völlur á því íbúðarsvæði sem er vestan Hofsvallagötu og norðan Hringbrautar en á þessu svæði búa mjög mörg börn. Aðstaða til íþrótta, t.d. knattspyrnu, við Vesturbæjarskóla er fyrir neðan allar hellur og minnir helst á aðstöðu eins og hún var við skóla í borginni á 8. áratugingum. Mörku hefur verið komið upp á malbikuðu svæði en þar eru jafnframt hættulegir steypubitar og völlurinn mjög þröngur og hættulegur.
endilega völl en ekki með dekkjakurlinu umdeilda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation