Austan við Ljósheimaróló er malbikaður reitur sem engin not eru fyrir. Einfalt og ódýrt að setja þar upp körfuboltakörfu og strika teig á reitinn.
Vannýtt svæði og kostar ekki mikið.
Frábær hugmynd! Körfur og fótboltamörk inn á þetta svæði!
Alveg nauðsynlegt að hafa góða körfuboltavöll. Má einnig laga körfuboltavöllinn við Laugarnesskóla og þess vegna hafa líka körfuboltavelli í Laugardalnum.
Þarna var einu sinni karfa minnir mig. Krakkar sem búa nálægt þessu svæði þurfa að fara yfir miklar umferðargötur til að komast að nálægum körfum (Skeiðavogur og Álfheimar). Þarna geta þau verið nær heimilinu. Þetta stuðlar að aukinni hreyfingu og ýtir vonandi undir áhuga á körfuboltaíþróttinni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation