Hjólastígar við Ægisíðu

Hjólastígar við Ægisíðu

Nú eru komnir aðskildir hjóla- og göngustígar á Ægisíðu og er það gott - nema - ennþá eru hjólreiðamenn að hjóla á göngustígnum til mikillar hættu fyrir gangandi vegfarendur. Þess vegna er það beiðni mín að bætt verði við merkingum á göngustígnum, hjóla-bann merkingum, þannig að göngufólk geti verið óhult.

Points

Minni hætta fyrir gangandi vegfarendur

Það er samt í raun og veru fráleitt að ætla að skipta fólki svona í tvennt eftir því hvort það er á hjóli eða gangandi/skokkandi. Mikið eðlilegra væri að hjólandi megi hjóla á göngustígnum á göngu/skokkhraða, þeir sem fara hraðar en það eiga þá að nota hjólastíginn. En að sjálfsögðu eigum við hjólreiðamenn ekki að vera á göngustígnum þarna á miklum hraða. Það er hraðamunurinn sem er hættulegur, ekki hjólin sem slík.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information