Vantar tilfinnanlega að klára gangstíginn við Mímisbrunn og upp Skyggnisbrautina að bílastæði við útivistarsvæðið á Úlfarsfelli.
Núna þarf fólk að ganga, skokka og hjóla á götunni um lengri leið eftir að gangstíg líkur. Gatan er hættulega þröng fyrir gangandi þar sem að eyja er á henni miðri.
Borgin á nú að sjá sóma sinn í að klára þessi mál, reikna nú með að við séum búin að borga fyrir þessa hluti með gatnagerðargjöldum og fleiri gjöldum. Það á ekki að nota betri reykjavík í gatna og gangstéttagerð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation