Á Lynghagaróló, sem liggur á milli Lynghaga og Tómasarhaga, er brekka sem er ekki hægt að nýta sem sleðabrekku þar sem hún er ekki næginlega há. Ef hún yrði hækkuð örlítið gætu börn sem fullorðnir nýtt þennan frábæra róló enn betur á veturnar. Þarna væri pláss fyrir marga sleða og jafnvel hægt að leyfa yngstu kynslóðinni að taka fyrstu skrefin á skíðum eða brettum.
Í dag eru krakkarnir að renna sér niður suðurhliðina á brekkunni því hún er sú eina sem er nægilega brött. Vandamálið er að hún snýr beint að bílskúrum á Lynghaganum og því hætt við að einhver meiði sig. Betra væri ef vesturhluti brekkunnar væri nothæfur sem sleðabrekka þar sem þar er nægt pláss og lítil hætta. Suðurgatan er svo varin með háum og þéttum trjám.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation