Bæta við einni eða tveimur göngubrautum yfir Hofsvallagötu. Brýnast er að bæta við göngubraut við Vesturbæjarsundlaug og Melhaga en að auki vantar líka göngubraut þvert yfir Hofsvallagötuna við Reynimel.
Bæta öryggi gangandi vegfaranda á Hofsvallagötu
Er fólki alvara? Göngubraut við Einimel, Melhaga, Hagamel og Reynimel (auk þess við ljósin við Hringbraut) ?? Er ekki ástæðlaust að skilja Víðimel eða Grenimel útundan, eiga íbúar þeirra að þurfa að taka á sig krók að einhverri þessara 5 göngubrauta yfir Hofsvallagötu? Er þá ekki alveg eins hægt að loka Hofsvallagötunni bara alveg og ryðja ökutækjum út Ægisíðu og á Suðurgötu (úpps, nei það á líka að setja 5 gönguljós á hana, frá Starhaga og að Melatorgi).
Sér oft unga krakka taka sénsinn að hlaupa yfir Hófsvallagötu við Reynimel því það er of langt í næsta gangbraut. Ný gangbraut við Reynimel myndi hægja á umferð, sem er æskilegt. Þó geri ég ekki ráð fyrir að hún yrði það mikið notuð að hún myndi stífla umferð - en fínt fyrir fjölskyldufólk og krakka að hafa þann kost að fara öruggt þarna yfir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation