Í grófum dráttum þá vil ég láta loka fyrir "shortcut" úr Hólmgarði yfir í Hæðargarð, ég vil einnig slíta Hæðargarði í tvennt fyrir miðju. Ástæðan er umferðarþungi, hávaðamengun og hraðakstur sem ógnar öryggi barna og ekki síður fullorðna en t.d. er leikskóli í götunni og gönguleið í 2 grunnskóla. Ef lokað verður fyrir shortcut þá væri t.d. hægt að byggja tvö hús til viðbótar með 4 íbúðum í hvorri götu fyrir sig. Hraðahindrun slær aðeins á hraða en leysir ekki fyrrgreind vandamál.
Í kjölfar þessa byggju íbúar Hæðargarðs við meira öryggi og næði í fallegu umhverfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation