Nýlega voru stór tré fjarlægð vegna sýkingar við Miklubraut/Skaftahlíð. Sú breyting hefur haft veruleg áhrif a bæði sjón/og hljóðmengun. Því leggjum við til að hljóðmön/hljóðveggur verði staðsettur innan um núverandi tré svo lítið fari fyrir honum. Svo mætti einnig planta fleiri trjám í stað þeirra sem hafa verið tekin.
Nýlega voru stór tré fjarlægð vegna sýkingar við Miklubraut/Skaftahlíð. Sú breyting hefur haft veruleg áhrif a bæði sjón/og hljóðmengun. Því leggjum við til að hljóðmön/hljóðveggur verði staðsettur innan um núverandi tré svo lítið fari fyrir honum. Svo mætti einnig planta fleiri trjám í stað þeirra sem hafa verið tekin.
Frá Skaftahlíð 26 og austur eftir allri Miklubraut hefur verið gerð hljóðmön fyrir löngu síðan. Sú staðreynd að Skaftahlið 4-22 sitji eftir í þessum efnum er óásættanleg. Ég bý í Skaftahlíð 6 og þegar ég spurði samgöngustjóra Reyjavíkur um þetta fyrir tveimur árum síðan voru svörun þessi. "Hljóðvistaraðgerðir voru allar lagðar til hliðar í sparnaðarskyni eftir „hrunið“ 2008. Skaftahlíðin þar sem þú býrð er einn af þeim stöðum sem fyllilega er ástæða til að bæta hljóðvist." Er ekki komið 2016?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation