Loka Álfheimum við Langholtsveg

Loka Álfheimum við Langholtsveg

Láta Álfheimana verða botngötu. Það eru mikið af krökkum þarna og umferðin er oft mjög hröð. Ef götunni er lokað við Langholtsveg minnkar umferð. Annar kostur væri að gera eitthvað til að hægja á umferðinni.

Points

Eykur umferð í Knarravogi

Hugmyndinni er ætlað að minnka umferð í Álfheimunum þar sem mikið er um að krakkar séu að fara þar yfir til þess að komast í Laugardalinn

Myndi lengja ferðalög þeirra sem búa við Langholtsveg og Sund td. Bílarnir fara aðrar íbúagötur í stað Álfheima þar sem eru nú þegar gangbrautir, hraðahindranir og gönguljós. Get ekki ímyndað mér að verslunaraðilar í Álfheimakjarnanum yrðu ánægðir.

Eykur umferð hjá Vogaskóla. Þar eru mörg börn á ferð.

Við sem búum í Álfheimum þurfum að fara lengri kafla þegar við erum búin að sækja börnin okkar í Sunnuás og það er algjör óþarfi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information