Rimaskóli er góður og flottur skóli en útisvæðið þar er orðið mjög þreytt. Stór skóli með góða frístund svo lóðin er mjög mikið notuð. Miðjan í grafarvogi og er Rimaskóli oft notaður t.d. eins og á sumardaginn fyrsta. Börn hafa lítið að gera á lóðinni því er það ósk mín að sú skólalóð verði tekin í gegn og sett ný leiktæki sem börnin hafa gaman af.
Mætti líka nýta betur svæðið sem er fyrir aftan lausu kennslustofurnar. Er í dag eitt stórt malarplan og stórt ónýtt grassvæði þar fyrir aftan sem er í mikilli órækt.
Leiktækin í Rimaskóla eru orðin mjög þreytt og léleg. Kastalinn sem er á staðnum er næstum eina leiktækið fyrir börnin. Þrepin upp í kastalann eru orðin eydd og mjög erfitt fyrir börnin að komast upp í kastalann. Í miðjunni á skólalóðinni þar sem hægt væri að gera margt skemmtilegt er ekki mikið að hafast við. Rólurnar fyrir utan Tígrisbæ eru flottar og nauðsynlegt að hafa rólur. Margir í hverfinu nýta sér þetta svæði um helgar til að leika við börnin sín.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9033
Eg er pabbi þriggja barna við rimaskola. Það elsta er að fara í 7.bekk. Á þeim tíma sem hann hefur verið í skólanum hefur lítið sem ekkert verið gert við útilóðina ef frá er talið brekkan við innganginn. Það er agalegt að hugsa til þess að 6 ára dóttir mín og 9 og 12 ára synir mínir eigi að leika sér með brotnum úrsérgöngnum körfum, rifnum mörkum, slitnum rólum og hættulegum kastala enn eitt árið. Ekki hefur verið málaðar leikjalínur á stéttina síðan foreldrafélagið gerði það fyrir 5 eða 6 árum.
Körfuboltakörfur eru nánast allar bilaðar/ónýtar (skakkir hringir og vantar netin). Fótboltavöllurinn/sparkvöllurinn er sundurtættur og þarfnast yfirhalningar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation