Göngustígurinn sem liggur í gegnum Laugardalinn, oft kallað trjágöngin, er mjög hættulegur fyrir bæði gangandi vegfarendur og hjólamenn. Það þarf að skipta honum í tvennt til þess að koma í veg fyrir slys.
Á sumrin myndast oft mikil traffík á þessum stíg og þar af leiðandi eru miklar líkur á að hjólamenn hjóli á gangandi vegfarendur
Sem hjólreiðamaður þá finnst mér að þessi stígur eigi algjörlega að vera látinn í friði. Þetta er ekki mikilvægur stígur í samgöngum og ef fólk er að hjóla þarna á annað borð, þá á það bara að hjóla rólega. Það er mjög góður stígur (reyndar með frekar illa förnu malbiki, en það er annað mál) fyrir ofan laugardalshöll og það á mun frekar að nota þann stíg í samgöngur og rólegar æfingar. Að skipta stígnum þarna upp myndi ekki gera neitt nema auka hraða á honum og auka líkur á slysum.
Þarf líka að setja hraðatakmarkanir á hjólreiðamenn þarna. Mikið af börnum bæði labbandi og á hjólum sem blandast illa með hjólreiðafólki sem er á mikilli ferð.
Stigurinn er breiður og góður. Ef allir halda sig hægra megin, hvort sem menn eru gangandi, hlaupandi eða hjólandi, ætti þetta ekki að vera neitt vandamál. Menn verða auðvitað að hjóla á hraða í takt við umhverfið. Það á við þarna eins og annars staðar.
Þetta er fyrst og fremst göngugata og hjólreiðamenn verða einfaldlega að hjóla á hraða sem hentar aðstæðum. Þegar það eru viðburðir í dalnum þá þarf að nýta alla breiddina á stígnum. Ég held að þessi breyting gerir aðstæður hættulegar.
Orðið bráðnauðsynlegt. Reyndar mætti líka setja hraðatakmarkanir á hjólreiðamenn þarna. Hættulegt að blanda saman fólki í rólegum göngu- eða hjólreiðatúr og hjólreiðamönnum á racerhjólum. Á ekki saman.
Ég er sjálfur hjólreiðamaður, og tel að það ætti alls ekki að skipta þessum stíg niður. Slíkt mun eingöngu *auka* hraðann og eyðileggja þessa kósí stemningu sem fylgir svona trjálundi. Þarna eiga hjólreiðamenn bara að haga sér almennilega, hjóla á chillinu og taka lífinu með ró.
Þarna vantar fyrst og fremst hraðatakmarkanir. Þá hverfur slysahættan. Þessi stígur ætti alls ekki að breytast í hraðbraut enda hægt að fara aðskilinn hjólastíg við Suðurlandsbraut ef fólk er að flýta sér.
Ég bæði hjóla og geng þarna á hverjum degi. Það þarf ekki að aðgreina sérstakan hjólastíg þarna, það myndi frekar auka slysahættu. Með hjólastíg myndi hraðinn á hjólum aukast og stígurinn hætta að vera rólegur samgöngustígur. Þarf frekar að gera hraðatakmarkanir
Frekar ætti að gera aðrar leiðir aðgengilegra fyrir þá sem vilja flýtja sér milli staða á reiðhjóli. Hægt að nota hjólreiðabraut meðfram Suðurlandsveg, hjóla Engjaveg eða Laugarnesveg. Hjólreiðabrautin meðfram Suðurlandbraut þarfnast reyndar lagfæringar: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/#!/post/8160
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation