Frágangur á baklóð við Gullhamra/Krónuna

Frágangur á baklóð við Gullhamra/Krónuna

Legg til að borgin gróðursetji tré og annan gróður á þessa stóru og sólríku baklóð. Hún hefur verið hverfinu til skammar frá upphafi og með ólíkindum að fyrirtæki með rekstur komist upp með að hafa ófrágengna lóð í íbúðahverfi í meira en12 ár. Ofan á bílageymslunni væri gaman að sjá grænt gras, eins og gert var ráð fyrir á upphaflegum teikningum, í staðinn fyrir múrvegginn sem reis þar. Er auðvitað ábyrgð eiganda en alveg kominn tími á að borgin geri eitthvað í málinu.

Points

við búum vel að því að í fallega hverfinu okkar,Grafarholti, eru margir og góðir göngustígar. Umhverfið er yfirleitt mjög fallegt hvort sem það snýr að útsýni, görðum við híbýli okkar, Reynisvatni, golfvellinum eða öðru. Að mínu mati er baklóðin við Gullhamra/Nóatún alveg undanskilið þessu og hverfinu til skammar. Þetta er mér auðvitað mjög hugleikið þar sem ég bý við þessa byggingu en það ætti þó að vera vilji okkar allra að gera ALLT hverfið okkar fallegt.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9018

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information