Ég óska eftir því að settur verði upp áningarstaður með bekkjum og æfingartækjum á göngu- og hjólreiðastíg milli Grafarholts og Hádegismóa, rétt fyrir neðan Ólafsgeisla við gamla golfæfingasvæði GR. Sambærilegir áningarstaðir hafa verið settir upp víða í Borginni, m.a. í Fossvogsdal sem má sjá á meðfylgjandi mynd.
Það er mikil umferð göngu- og hjólreiðamanna á þessu svæði, um að gera að koma þessu í úthverfin líka.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9019
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation