Rólur fyrir öll börn í Grafarvogi svo allir geti rólað saman, stórir og smáir :)
Aðeins ein ungbarnaróla er í Grafarvogi!. Á leikvöllum í kringum t.d. Flétturima er fjöldi róla og væri ótrúlega gaman ef a.m.k 1 - 2 þeirra væru fyrir ungbörn. Í rimahverfi búa sérstaklega mörg börn og væri það mikil bæting á aðstöðu barna ef þar væru rólur fyrir allan aldur.
Það mættu vera 1-2 ungbarnarólur í hverju hverfi innan Grafarvogs (Rima-, Hamra-, Folda...). Leiðinlegt að þurfa að skutlast upp í bíl til að komast að næstu ungbarnarólu.
Ítreka þörf á lagningu túnþakna á róluvelli í Breiðuvík, algjört drullusvað þegar er blautt í veðri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation