Aukastarfsmaður í klefa í Vesturbæjarlaug

Aukastarfsmaður í klefa í Vesturbæjarlaug

Gott væri að fá aukastarfsfólk í Vesturbæjarlaug, í það minnsta yfir sumartímann, sem gæti verið alfarið í klefunum, haldið aðstöðunni snyrtilegri og séð til þess að fólk þrífi sig án sundfata. Aðsókn ferðamanna hefur aukist töluvert og of mikið er um að fólk átti sig ekki á eða vilji ekki fara eftir reglum laugarinnar. Ómögulegt er að aðrir sundlaugargestir þurfi að standa í því að skikka fólk í sturtu. Aukastarfsmaður gæti einnig fylgst með farsímanotkun í klefum sem fyrirfinnst því miður enn.

Points

Enginn vill synda í svita og táfýlu annarra. Förum hrein í laugina!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information