Á grasbletti við Jaðarsel (fyrir aftan Fljótasel og í átt að Krónunni) finnst mér vanta göngustíg þvert yfir. Áður fyrr voru fótboltamörk á þessum bletti en nú er búið að taka þau. Nýtt gras var sett þarna í fyrra en fólk sem er að ganga í átt að eða frá Krónunni gengur yfir grasið. Það er komin mikil dæld í grasið og það nær ekki sprettu. Það myndi fegra umhverfið þarna að setja göngustíg.
Grasið nær ekki sprettu þarna og þetta lítur ekki vel út.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation