Hjólastígur meðfram Esju

Hjólastígur meðfram Esju

Ég legg til að byrja að leggja hjólastíg út úr Grundarhverfi meðfram Esju í átt að Esjurótum/Mosfellsbæ sem síðar meir geti tengst hjólastígum í Mosfellsbæ. T.d. mætti byrja með því að malbika 3km veginn sem liggur meðfram Vesturlandsvegi og tengir sveitabæi undir Esju.

Points

Gefur fleiri möguleika fyrir fólk í Grundarhverfi að hjóla um. Eina malbikaða leiðin sem er í boði núna er nokkurra km langur vegur að Brautarholti og maður getur hjólað stuttan hring um hverfið. Það er ekki nóg. Með hjólastíg meðfram Esju verður líka bætt öryggi ferðamanna sem nú hjóla Vesturlandsveginn gegnum Kjalarnes sem varla rúmar venjulega bílaumferð, hvað þá hjólreiðamenn að auki.

Tek undir þessa hugmynd. Ég hef sett hana inn áður en hún hefur ekki verið sett í kosningu þar sem hún hefur þótt vera of stórt verkefni. Mér líst vel á að byrja á núverandi sveitavegi undir Esju eins og hér er lagt til og taka t.d. bara þennan 3 km spotta. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær malbikaður hjólastígur verður á milli Mosfellsbæjar og Grundarhverfis.

Tek undir þessa hugmynd. Ég hjóla mikið og frekarbleiðinlegt að þurfa allta að fara á bil með hjólið i bæinn til að geta hjólað um því hér er bara ansi litið hægt að hjóla

Að hafa stíg meðfram Esju/ þjóðvegi 1, sem tengist seinna meir stofnstígakerfi höfuborgasvæðisins í Mosfellsbæ er brýnt mál. Það skemmir ekki fyrir að þegar sé ákveðið að svo verði samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar : "Byggja upp göngu- , hjóla- og reiðstígakerfi sem verði hluti af heildstæðum stígakerfum borgarinnar" (Úr http://reykjavik.is/sites/default/files/adalskipulag/10_kjalarnes.pdf)

Ég er fylgjandi þessa tengingu, en velti fyrir mér hvort lausnin sem er sett fram mætti skoða betur. 1. Með malbikun þá kannski aukist hraða bíla um veginn, og umferð bíla aukist ? (En bæði þægilegra að hjóla og minni ryk og skoppandi möl.) 2. Leiðin er merkt sem reiðleið. Veit ekki hversu mikið notuð hún er og gengur hægt að fá upplýsingar um reiðleiðina sem er plönuð fjæŕ þjóðvegi 1. 3. Mætti etv merkja halfan veginn sem stíg ? 4. Væri fýsilegt að setja 40 km hámarkshraða ?

Til upplýsingar þá er hægt að hjóla til Mosfellsbæjar (nema á keppnishjóli/"racer"), en leiðin er á köflum leiðinleg, sérstaklega á vinnutíma byst érg við, því farið er í gegnum iðnaðarhverfi, efnistökusvæði og á "reiðstíg". http://brouter.de/brouter-web/#zoom=12&lat=64.2179&lon=-21.7882&layer=OpenStreetMap&lonlats=-21.668987,64.178128|-21.672678,64.18067|-21.672592,64.186127|-21.74499,64.207946|-21.829051,64.250743|-21.836357,64.274863&nogos=&profile=trekking&alternativeidx=0&format=geojson

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information