Í mörg ár hafa starfsmenn og unglingar félagsmiðstöðvarnar 111 dreymt um að vera með betri aðstöðu fyrir utan félagsmiðstöðina. Það hefur verið draumur 111 lengi að fá körfuboltavöll á torgið en unglingarnir koma reglulega með þessa hugmynd. Það ætti að vera lítið mál að skella einni körfu á torgið, körfuboltavöllur tekur lítið pláss og ætti torgið áfram að geta nýst undir aðra starfsemi þegar það á við. Nákvæma staðsetningu væri hægt að útfæra í samráði við framkvæmdasvið.
Í félagsmiðstöðinni Hólmaseli hefur körfuboltavöllur reynst mjög vel og verið afar vel sóttur af unglingum í Seljahverfinu, unglingarnir í 111 hafa lengið verið með þá kröfu að vera með sambærilega aðstöðu. Alltof oft fá raddir barna og unglinga lítinn hljómgrunn, nú er kjörið tækifæri að hlusta. Auk þess myndi svona völlur smellpassa við stefnu Breiðholts um að vera heilsueflandi hverfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation