Fyrir framan Hólmgarð 34 er stétt sem er ómöguleg yfirferðar fyrir hjól og vagna. Taka þarf sveig út á bílaplanið og jafnfram á bakvið bíla ef þeir eru lagðir í stæðið. Þetta skapar mikla hættu fyrir gangandi vegfarendur og ekki síst barna sem sjást illmögulega um afturspegla. Hinum megin við götuna er gangstéttin það mjó að ekki er hægt að hjóla þar né vera með barnavagn með góðu móti. Nauðsynlegt er að laga þennan hluta stéttarinnar svo íbúar komist leiðar sinnar án þess að fara út á götu.
það mætti breikka stéttina út á planið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation