Við Neshaga við Hofsvallagötu er hellulögð "eyja" sem afmarkar umferð eftir götunni. Það væri sniðugtu að planta nokkrum trjám í þessari eyju. Þetta gætu ýmist verið stór tré eða runnar af einhverri sort.
Myndi gera götuna prýðilegri Myndi lækka umferðarnið frá götunni
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9194
Mér finnst þetta ekki slæm hugmynd, nema mér finnst plássið undir þessa umferðareyju betur nýtt í hjólreiðastíg, til þess að tengja Hagaskóla/Melaskóla/Hagatorg... við Gústafsgötu. Það myndi bæta aðgengi unglinga Grandaskólahverfis að skólanum sínum, Hagaskóla. Ég bjó til hugmynd þess efnis, sem má finna hér https://hverfid-mitt-2017.betrireykjavik.is/post/10614
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation