Á Bláa Róló á horni Bræðaborgarstígs og Túngötu eru tvær leiðir út af rólónum. Önnur leiðin er beint út á Bræðraborgarstíginn þar börn geta mjög snögglega hlupið beint út á götu. Bræðraborgarstígur er 30 km gata en því miður er þeim hámarkshraða ekki fylgt eftir. Þessi róló er mikið notaður af ungum börnum og mætti vel tvöfalda rólufjöldann sem og bæta við gúmmímottum á jörðina til að sporna við mikilli mold sem þarna er þar sem grasið nær ekki að vaxa þar sem engar gúmmímottur eru.
Meira öryggi og fallegri róló í góða hverfið okkar
Öruggari samkomustað fyrir barnafjölskyldurnar í hverfinu.
Barnheld hlið myndu auka mjög öryggi barna og sálarró foreldra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation