Það eru nokkrar (mjög fáar) gangstéttar eftir í hverfinu sem ekki eru steyptar (hellur). Esjugrund 42-52 er ein þeirra og þar er hellugangstéttin fyrir löngu orðin illa farin og full af gróðri. Að auki vantar hellur í hana og hún bara almennt ekki til fyrirmyndar. Ég mundi vilja sjá þetta lagfærgt og Betri Reykjakjavík er kjörið fyrir svona verkefni.
Fegrun hverfisins er allra hagur
Esjugrund 17-27 er í sama ástandi. Hélt það hefði verið á dagskránni að gera nýjar gangstéttar en það hefur ekkert frést af því í einhver ár.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9066
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation