Aðgerðir til að draga úr hrða við gegnumakstur um götur í gamla Vesturbænum, einkum Öldugötu
Með breyttu umferðarmynstri í miðborginni hafa ýmsar breytingar orðið á umferð til og frá miðborginni. Þetta hefur m.a. komið fram í auknum gegnumakstri um Öldugötu milli Bræðraborgarstígs og Ægisgötu. Engar hraðhindranir eru á Öldugötu. Lagt er til að gerðar verði svipaðar aðgerðir og t.d. á Öldugötu vestan Ægisgötu, Gatnamótin þrengd með t.d. "eyrum", settar hraðatakmarkanir með hellulögðum gangbrautum, bílastæði ákveðin, götulýsing aukin og lækkuð, o.fl.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9195
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation