Virðing þegar lík gæludýra finnast.

Virðing þegar lík gæludýra finnast.

Kattholt eða dýralæknastofa í hverju hverfi fengin til að sinna gæludýrum sem finnast dáin. Í dag er þau víst sett í poka og hent í tunnu sem meindýraeyðir tæmir 2var í viku (sbr. sögn lögreglumanns) Kattholt og Dýraspítalinn í Víðidal vinna saman í að auglýsa þegar slasaðar eða dánar kisur finnast. Þarf þó að vera markvissara. Ákveðið ferli sem alltaf er fylgt, óháð dýrategund. Dýrin verði auglýst á vefnum og eigendur látnir vita. Að lokum séu líkin brennd á sama máta.

Points

Kettir eru einfaldlega partur af fjölskyldu í flestum tilvikum og fjölskyldur þurfa að fá að kveðja vin og fjölskyldumeðlim. Annað er ómannúðlegt og virðingarleysi gagnvart bæði dánu dýri sem og þess fjölskyldu!

Get sýnt skilning að þetta sé tilfinningarlegt mál en kostnaður fylgir þessu er trúlega mikill. Að hafa starfsfólk á bakvakt er mjög kostnaðarsamt og að hafa svona þjónustu í hverju hverfi fyrir sig er munaður sem við getum sleppt. Ef það yrði að hafa einhvern á bakvakt til að sinna þessari þjónustu, þá er nóg að það sé á einum stað í einu. Kostnaður að brennslu hræs, ætti alltaf vera á kostnað eiganda, ekki borgarinnar.

Þegar ómerkt dýr finnast dáin þarf borgin að sjá um kostnað varðandi förgun. Vandamálið er að lögregla og áhaldahúsin virðast oft taka sér styttri leið, láta ekki dýraspítala athuga með örmerki/eyrnamerki heldur fara beint með líkin í sér tunnu. Vandamálið við það er þá þarf borgin að sjá um förgun og eigendur týndra katta bíða og vona að kisa komi heim. Frekar viljum við að lögregla/áhaldahús fari með þau á næsta spítala svo hægt verði að láta eigendur vita af örlögum dýranna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information