Markúsartorg (torgið við Gerðuberg, Miðberg, Heilsugæsluna, Tónskóla Sigursveins o.fl.) endurhannað og gert upp frá grunni. Finna leiðir til að glæða torgið lífi og litum, setja upp leikaðstöðu fyrir börn og ungmenni (fyrir körfu og hjólabretti), skipta út listaverkinu og e.t.v. bæta öðru við, mála stólpa og blómapotta í hressilegum litum, setja niður litla tjörn sem hægt er að sulla í á góðviðrisdögum, bæta við sjálfbærum gróðri, bekkjum o.s.frv. Möguleikarnir eru óteljandi!
Fallegt torg eflir félagsauð, mannlíf og menningu. Gefur aukin tækifæri til útiveru. Starfsemi stofnana og fyrirtækja á þessu svæðinu er fjölsótt af fólki á öllum aldri og verðskuldar meira en svo grámóskulegt torg.
það tókst ekki að skrá rök með því skrá takkinn fór undir gluggann sem arnar skrifaði og hvarf , liturinn er kannski aukaatriði , stundum er litun misheppnuð lítur leiðinlega út of margir litir eða eitthvað . miðtorg eins og austurvöllur gæti orðið vinsælt en já kannski er slíkt í sundlauginni til sólbaða og spjalls og sýna sig og sjá aðra. gæti líka verið við hana á svæðum þar eða soldið lengra frá eða þetta torg, sé lítið skjól ef fer að rigna, hvað laðar að, skemmtiatriði leikfimi tónlist.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation