Vetrarhóll í Laugardalnum

Vetrarhóll í Laugardalnum

Búa til risastóran hól í fjölskyldu og Laugardalnum eða húsdýragarðinum með snjógerðartækjum þar sem hægt væri að fara með börnin á snjóþotu eða sleða, halda sýningar á skíðum brettum o.fl.því tengt. Ef hóllinn væri innan Fjölskyldugarðsins myndi hann gefa tilefni til vetraropnunar og þar með auka notagildi garðsins sem stendur lokaður meiri part árs. Á sumrin gæti hóllinn nýst sem fólkvangur og sjónarhóll yfir garðinn.

Points

Einföld hugmynd sem er tiltölulega ódýr í framkvæmd en leiðir af sér jákvæð áhrif og eykur lífsgæði borgarbúa. Með tilkomu hólsins væri hægt að hafa fjölskyldugarðinn opinn líka á veturna og halda t.d. sérstaka snjóþotudaga fyrir barnafólk. Sjá má fyrir sér margskonar notagildi og einnig á sumrin. Ef vel er að staðið má sjá fyrir sér ýmis hliðaráhrif til markaðssetningar og t.d. mætti bjóða fyrirtækjum að kosta/halda sína vetrardaga þarna s.s. Ikea sjóþotumótið eða Útilífs brettasýningin...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information