Reiðhjólagrindum verði fjölgað mjög við opin svæði, leikvelli og víðar þar sem þess er þörf í hverfinu. Staðsetningar er hægt að ákveða í samráði við íbúasamtökin eð hverfisráð. Það er alltof mikið um að reiðhjólum sé stolið í Breiðholti og þetta væri ágætis forvörn gegn því. Mögulega væri hægt að hafa þessar grindur í einhverjum skemmtilegum litum og formum.
Sporna við hjólreiðastuldi. Hvetja til útivistar og hjólreiða.
MJög góð hugmynd en mæli með að ekki sé eytt í óþarfa hönnunarkostnað osfrv. Frekar fleiri og ódýrari ( samt sterkbyggð)
krakkarnir vita hverjir stunda að taka hjól,og oft skilin eftir einhversstaðar, það væri meiri forvörn að eitthvað yfirvald hefði einhverjar aðferðir sem virka til að taka fastar á því , sem þau virðast ekki hafa. breiðavík var hugsuð til að stoppa svona , heppnaðist ekki vel en var þó viðleitni.
oft eru tré og ljósastaurar girðingarstaurar sem er hægt að læsa við , eða bara læsa hjólinu vel , varla borið í burtu , en stundum er verra að læsa við fasta hluti því þá er hægt að snúa hjólinu og upp á lásinn þangað til hann slitnar, annars eru flestir lásar bara upp á punt svo auðvelt að opna þá eða klippa .
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation