Hitaveitustokkurinn sem liggur í gegnum hverfið (ca frá Elliðaárdal að Háaleitisbr.) er mikið notaður af gangandi og hjólandi vegfarendum en er óþægileg mjór. Stokkurinn hentar sérstaklega vel fyrir gangandi og hjólandi umferð barna þar sem hann er tiltölulega fjarri umferð. Hins vegar er erfitt að mætast á stokknum svo sem á hjólum eða með barnavagna. Mikil þægindi væru af breiðari göngustíg eftir stokknum sem hugsanlega mundi leiða til enn meiri notkunar á þessari góðu gönguleið í hverfinu.
Breiðari göngustígur eftir hitaveitustokknum muni greiða fyrir umferð um hann og hugsanlega auka notkun á honum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation