Hús- og íbúðaeigendur mættu vera duglegri að huga að snjóbræðslukerfum við tröppur og gangstíga við hús sín. Óska mætti eftir vilja borgaryfirvalda til samstarfs við þá sem huga vel að bræðslukerfum sínum til að leggja bræðslukerfi á göngustígum, bílastæðum og einstaka snjóþungum götubotnlöngum, til að auka öryggi gangandi sem akandi fólks um gangstíga, bílastæði og götur borgarinnar.
Nýting á heitu vatni, ca 25 - 30 gráðu, sem kemur frá ofnum hús- og íbúðaeigenda er allt of illa nýtt. Með góðu móti má hita upp 40 - 60 fermetra fyrir hverja þá 100 fermetra húsnæðis og skila svo vatninu til skólplagnakerfis eða drenlagnakerfis borgarinnar um 10 gráðu heitu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation