Búa til fallegt leiksvæði, með undirlagi sem er öruggt fyrir börnin og laðar EKKI að sér ketti til að athafna sig. Mikilvægt er að fjarlægja allan sand, innan og utna núvernadi sandkassa svo og úr trjárunnunum. Setja upp klifurgrind eða annað leiktæki sem rúmar leik nokkurra barna í einu. Mætti setja upp borð og bekki fyrir börn og foreldra til að tylla sér. Fjarlægja dauðan runnagróður og setja upp hlífðargrindur fyrir þann sem enn lifir svo hann fá að vaxa og dafna.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9198
Í þetta leiksvæði sækja mjög kettir til að gera þarfir sínar í sandinn þar. Starfsfólk nærliggjandi leikskóla reynir að hirða um völlinn og ber stundum burt kattaskítinn í pokavís. Mikill óþrifnaður fyrir leikandi börn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation