Gróðursetja þétt gerði barrtrjáa Bryggjuhverfismegin við Gullinbrú frá rauða húsinu á horni Stórhöfða niður að aðreininni inn í hverfið.
Svona gerði myndi minnka bæði hljóð og rykmengun í hverfinu auk þess að svæðið yrði fallegra væri það skógi vaxið.
Víðsýni til austurs myndi lítið minnka, trén þyrftu að verða 23-30 metra há til að byrgja útsýni af öðru en götunni sjáfri og neðri hluta veitingastaðsins hjá Nings. Það væri liklega bara efsti hluti hverfisins sem myndi missa af því að sjá bílaumferðina sem skapar mengunina.
Ég er sammála þessu þ.e. að aðreininni en ekki lengra. Tré sem gróðursett hafa verið ofan á möninni nær brúnni munu verða vandamál í framtíðinni og skyggja á og byrgja útsýni upp í Grafarvog.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9038
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation