Skilja alveg að göngu og hjólreiðastíga í Elliðaár - og Víðidal.
Göngu og hjólreiðastígar í Elliðaár- og Víðidal eru bæði göngu og hljólreiðastígar. Þessir stígar bjóða uppá mikinn hraða fyrir hjólreiðafólk og ekki er óalgengt að fram hjá manni þjóði skyndilega keppnishjólreiðafólk á 50 - 60 km hraða. Þessir stígar eru vinsælir meða gangand fólks, á öllum aldri. Slysahættan sem núverandi fyrirkomulag býður uppá, þar sem gangandi og hjólandi vegarendur notast við sama stíginn, er mikil og við því þarf að bregðast áður en alvarleg slys verða.
Mjög varlega verður að fara í framkvæmd sem þessa enda getur hún valdið miklu raski á ósnortinni náttúru dalsins. Mér finnst líka of miklum peningum varið í göngu- og hjólreiðastíga þegar ekki er hægt að malbika ofan í djúpar holur víða á akbrautum í borginni. Af því stafar líka mikil slysahætta og jafnframt er hætta á skemmdum á ökutækjum. Sjáið t.d. akbrautina í Suðurhólum. Ekkert bólar á viðgerðum þar.
Reiðhjólafólk eru að mestuleyti stór hættulegt, það á að vera aflappandi og gott að vera í náttúrunni þarna að ganga, ekki að vera ein taugahrúga yfir því að ég eða börnin mín yrðu hjóluð niður. Mikil slysahætta
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation