Afar nauðsynlegt er að bæta við leiktækjum fyrir yngri nemendur á lóð Háaleitisskóla - Álftamýri.
Lóðin er að mestu steypuklumpur og nú er þar að finna einn gamlan kastala sem staðsettur er upp við Álftamýri þar sem þó nokkur umferðarhraði er. Í raun óskiljanlegt hvernig lóðin hefur haldist óbreytt í þessu ástandi árum (áratugum) saman! Leiktækin myndu einnig nýtast börnum um helgar og eftir skóla og vera þannig kærkomin viðbót við afþreyingu í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation