Ný hraðahindrun við þessi gagnamót, þegar keyrt er frá Hraunbæ og beygt inn í Rofabæ (sem flestir gera): bílarnir stöðva nánast aldrei við umferðamerkið
Þessi hugmynd var sett inn síðast en það virðist sem hraðahindrunin hafi verið sett á röngum stað, við gatnamót norðar (nær Bæjarhálsi,). Þar sem Hraunbær-Rofabær-Fagribær mætast er stöðvunarskylda sem er aldrei virt, bílarnir keyra alltaf lengst inn í í Rofabæ án þess að hægja á sér. Þarna er göngustigurinn sem kemur frá Ártúnsholtinu og er mikið notaður af gangandi og hjólandi, leiðir einmitt inn í Rofabæ að norðanverðu.Að fara yfir Hraunbæ þar er varasamt, bæði að austan og vestan.
Það er mikil þörf á hraðahindrun þar sem bílar sem koma Heiðarbæ/Ystabæ megin stoppa ekki þegar þeir beygja til vinstri. Á veturna þegar dimmt er skapast mikil hætta fyrir vegfarendur og börn sem labba þar yfir í átt að Ártúnsskóla. Það þarf líka að setja umferðarmerki sem bannar að bílum sé lagt í Rofabæ í vestur átt. Þessir bílar eru fyrir og ökumenn sjá ekki vegfarendur. Þessi gatnamót eru falin slysagildra. Reykjavíkurborg segir að framkvæmdirnar taki tvö ár, sem er bara fáránlegt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation