Hægja á bílaumferð við Laugalæk

Hægja á bílaumferð við Laugalæk

Skólabörn ganga iðulega um Laugalæk til að komast til og frá skóla, bæði Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla. Gatan er með 30 km hámarkshraða en oftar en ekki er keyrt mun hraðar í gegnum götuna. Mikið er um að fólk reyni að stytta sér leið í gegnum Laugalæk og Sundlaugaveg í stað þess að aka um Sæbraut eða Suðurlandsbraut á álagstíma. Það þarf að leita leiða til að hægja á bílaumferð hvort sem væri að gera götuna að einstefnu götu frá Leirulæk að Laugarnesvegi eða loka henni í annan endann.

Points

Hér er enn ein myndin af lokuninni á Rauðalæknum. Allar ferðir þeirra sem búa fyrir neðan lokun byrja og enda á þessum götum og allir þeir sem búa fyrir ofan fara þessar leiðir líka! Það sem væri skynsamlegra er að opna göturnar og setja upp myndavélar!

Það má mjög gjarnan hægja á umferð bæði á þessum götum, Laugalækur og Gullteigur hafa verið nefndir í hugmyndum. Mér finnst þessi lokun á Rauðalæk slök lausn á raunverulegu vandamáli því umferð flyst til en minnkar ekki. Góð lausn á svona umferðarmáli sem einnig skilar mjög vistvænni og rólegri götu er t.d. á Þórsgötu, ég myndi mæla með slíkum lausnum í stað þess að loka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information