Skatepark (hlaupahjóla, hjólabretta og bmx leiksvæði)

Skatepark (hlaupahjóla, hjólabretta og bmx leiksvæði)

Hugmyndin byggir á því að setja upp svæði með römpum, railum og litlum tröppum þar sem allir þeir sem hafa áhuga á hlaupahjólum, hjólabrettum og bmx hjólum geta leikið sér og æft ýmis trikk. Hægt er að setja upp mismunandi brautir til að svæðið henti öllum aldurshópum. Góð hugmynd til að fá börn og unglinga til að eyða meiri tíma í leik og hreyfingu útivið, þar sem þetta sport er orðið mjög vinsælt.

Points

Þegar börn eldast þá fara þau minna og minna út að leika sér, og hanga oftar inni í tölvunni. En þar sem hlaupahjól, hjólabretti og bmx hjól verða sífellt vinsælli hjá börnum og unglingum, gefur það augaleið að ef sérstök svæði eru til þar sem þau geta bæði leikið sér og æft ýmis trikk er hægt að fá þau til að eyða meiri tíma úti og hreyfa sig. Skatepörk eru til í sumum hverfum en þar sem erfitt getur verið fyrir börn að komast á þau vegna vegalendar, er nauðsynlegt að hafa þau í hverju hverfi.

Mér finnst mikil vöntun á þessu. Ég og mín fjölskylda erum ný flutt í Úlfarsárdal og eru krakkarnir mínur mikið á hjólabrettum. Það væri gaman að sjá þetta gerast!

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9025

Frábær hugmynd. Vantar leiksvæði fyrir eldri krakka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information