Engin gangbraut er í hverfinu eins og er nema til að komast í undirgöngin undir Suðurlandsveg að Rauðavatni. Innan hverfisins eru bara hraðahindranir.
Myndi auka öryggi gangandi vegfarenda í hverfinu.
Gangbrautir bera með sér stöðvunarskyldu fyrir ökutæki þegar þær eru í notkun. Hraðahindranir bera ekki með sér neinn rétt fyrir gangandi, né heldur auka þær öryggi þar sem þær (og þá sérstaklega púðarnir/pönnubrjótarnir) eru líklegri til að valda slysi á vespu/mótórhjólafólki , skemma bíla og minnka veggrip marghjóla ökutækja handan hindrunarinnar. Ofnotkun Reykjavíkurborgar á hindrunum allskonar jaðrar við sjúklega áráttu sem þarf að vinna bug á hið fyrsta. Öryggið felst í ábyrgri notkun vega.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation