Byggja upp aðstöðu fyrir sjósport og sjóböð í Grafarvogi austan brúar. Útbúa aðstöðu fyrir veiðiáhugamenn í neðri hluta vogsins. Hreinsa og dýpka voginn, mögulega með stíflu. Í hlíðinni að sunnanverðu þarf að lagfæra gangstíga og setja á þá bundið slitlag. Klippa og snyrta trjágróður, hreinsa lækjarfarvegi og almennt taka til í gróðri. Tína rusl. Af hverju notum við ekki þetta fallega svæði meira en raun ber vitni.
Þessi hluti hverfisins er bæði ósnyrtilegur í dag og lítið nýttur til útivistar þrátt fyrir að vera eitt fallegasta svæði frá náttúrunnar hendi sem fyrirfinnst í borginni. Þessu þarf að breyta á næstu árum með því að lagfæra, snyrta og byggja upp aðstöðu.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9056
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation