Breikkun á göngu- og hjólastígum með því að klippa allan gróður sem er innan 40 cm frá ystu brún malbiks. Á gatnamótum þarf að klippa gróður 2 til 3 metra frá göngustígum.
Ekki veitir af að nota alla breiddina á göngustígum og þess vegna er mikilvægt að hjólandi umferð geti hjólað á ystu brún malbiksins, en það er ekki hægt nema með því að fjarlægja gróður sem stendur of nálægt göngustígum sem nemur 40 cm. Á gatnamótum þarf að klippa gróður 2 til 3 metra frá göngustígum, svo umferð hafi yfirsýn yfir gatnamótin. STAÐSETNING: Allt höfuðborgarsvæðið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation