Hægja á umferð við Gullteig

Hægja á umferð við Gullteig

Skólabörn ganga um Gullteig til að komast til og frá skóla. Gatan er með 30 km hámarkshraða en það er mjög oft keyrt mun hraðar í gegnum götuna. Mikið er um að fólk keyri Gullteiginn í staðinn fyrir Reykjaveginn til að sleppa við hraðahindranir eins og t.d. rútur frá Grand hótel. Það þarf að finna leiða til að hægja á bílaumferð hvort sem væri með fleiri hraðahindrunum eða setja lokun.

Points

.

Myndavélar, myndavélar og myndavélar ! Hraðahindranir eru ekki að gera þetta. Til dæmis er á Reykjaveg eru ljós, hringtorg, hraðahindrun, hraðahindrun, hraðahindrun, hraðahindrun og ljós og svo að sjálfsögðu holurnar í malbikinu ! Setja hraðamyndavélar og taka þá úr umferðinni sem eru að keyra eins og kjánar. (Þá væri kannski hægt að ná perranum sem var við Laugarnesskólann ...)

Það er komið nóg af hraðahindrunum í hverfið. Þær gera lítið annað en að auka hávaða frá umferðinni og skemma bíla þrátt fyrir að fólk næstum stoppi til að komast yfir þær. Held að það væri betra að nota hraðamyndavélar. Svo væri gott að fólk gengi með börnunum í skólann og leikskólann í stað þess að fara á bíl. Vandinn er nefnilega heimatilbúinn af íbúum hverfisins.

Gullteigurinn er í dag nýttur til gegnumaksturs. Þar liggur vandinn. Sjálf myndi ég helst vilja sjá lokun á Gullteigi til móts við gatnamót við Hofteig. Sams konar lokun á Rauðalæk varð til þess að ég hætti að nota þá götu til þess að stytta mér leið. En sama hvað verður þá er of mikil og allt of hröð umferð um Gullteig í dag. Það er ekki skrýtið þar sem Gullteigur er töluvert fljótkeyrðari en Reykjavegur eins og staðan er í dag.

Þetta er gríðarlega mikilvæg aðgerð á Gullteignum. Hér sjáum við bíla hægja á sér í beygjunni frá Sundlaugavegi og gefa svo vel í út götuna. Það á líka við um rútur. Það er undantekning að bílar keyri á 30 km hámarkshraða á Gullteignum. Það er mikilvægt að aðhafast í þessu máli áður en það verður slys.

Þá væri hreinlega skynsamlegt að loka hreinlega Gullteig við Sundlaugaveg. Hverfisbúar kæmust áfram leiðar sinnar án þess að verða fyrir óþægindum. Hinnsvegar væri óþægilegt fyrir aðra að ætla að stytta sér leið í gegnum hverfið.

Banna þarf umferð ökutækja yfir vissri stærð/þyngd eða takmarka þeirra umferð í hverfinu.

Frábært að fleiri séu að hugsa um þetta. Ég bý á Gullteig 29 og mér blöskrar umferðarhraðinn oft á tíðum þarna. Þetta er óþolandi ástand og ekki bætir úr skák rútuakstur sem á hreinlega ekki að líðast í þessari götu. Í húsinu mínu eru t.d. 7 lítil börn og er alltaf dauðhræddur um þau þarna úti á hjólunum. Ég held að lausnin sé að loka Gullteignum þarna við Laugarnesskólann og þá verður þessi hraðakstur og rútuumferð úr sögunni. Hraðahindranir og myndavélar eru ekki lausnin að mínu mati.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information