Gamla þjóðleiðin fór um Mímisveg og þaðan um Eskihlíð og upp á Öskjuhlíð við bensínstöðina og svo þaðan eftir Bústaðavegi í Fossvogi að vaði yfir Elliðaár. Þjóðleiðin sést enn í Öskjuhlíðinni.
Leiðin lá þar sem engar mýrar voru. Hún var endurbætt fyrir aldamótin 1900. Það sést enn 100 m stubbur við Shell í Öskjuhlíð við Bústaðaveginn eiginlega beint upp af Litluhlíð. þarna væri tilvalið að setja upp skilti til að sýna veginn og minnast gamlar leiðar.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9116
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation