Ég vil sjá bæði hraðahindranir og göngubrautir við Ægisgötuna. Þessi gata sem í grunninn er róleg hverfisgata með 30 km hámarkshraða er skyndilega orðin umferðaræð fyrir rútur sem keyra þarna oft á dag, en þessir langferðabílar auk annarra ökumanna virða sjaldnast hámarkshraðann. Gatan sker orðið hverfið í sundur og þessu þarf að aftra, þetta er gönguleið margra barna í skóla, auk þess sem hraðinn á Ægisgötunni leiðir til hraðari gegnumaksturs í götunum sem út frá henni liggja.
Ægisgatan er skyndilega orðin umferðaræð fyrir rútur sem keyra þarna oft á dag, en þessir langferðabílar auk annarra ökumanna virða sjaldnast hámarkshraðann (30 km). Gatan sker orðið hverfið í sundur og þessu þarf að aftra, þetta er gönguleið margra barna í skóla, auk þess sem hraðinn á Ægisgötunni leiðir til hraðari gegnumaksturs í götunum sem út frá henni liggja.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9206
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation