Gangstéttin við Kaplaskjólsveg norðan við Hagamel, sú sem liggur meðfram Meistaravallablokkunum er stórhættuleg, brotin, sokkinn á nokkrum stöðum og má svo sannarlega muna fífil sinn fegurri. Við að steypa upp nýja stétt mætti nýta tækifærið að flytja ljósastaura, sem nú standa reffilegir í miðri gangstétt, út í gras í átt að Meistaravallablokkum. Þessar lagfæringar myndu auðvelda aðgengi fyrir alla.
Auðveldar aðgengi fyrir alla og gerir göngu/hjólaleið mun öruggari.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation