Margir sitja uppi með allskyns verkfæri sem taka pláss, og myndu vilja nýta þau með öðrum. Hægt vera að koma upp smá aðstöðu þar sem hægt væri að skiptast á verkfærum, fá þau lánuð eða leigja.
Hversu oft notar þú tjakkinn sem er í bílskúrnum? En djúpsteikingarpottinn eða illgresissköfuna? Með því að lána eða leigja sín verkfæri á ákveðnum stað (t.d. við þjónustumiðstöð borgarinnar) væri hægt að samnýta þessa hluti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation